Heimsstyrjöldin

Þór Whitehead
Við tókum viðtal við Þór Whitehead í gegnum síma og tölvupóst. Við sendum honum spuningar og hann svaraði þeim mjög ítarlega. Þór er prófesor við háskóla íslands, og lauk nám í Oxford. Hann svaraði öllum okkar spurningu á einstakan hátt og lærðum við mikið af honum. Við viljum þakka honum honum fyrir að gefa sér tíma til að hjálpa okkur með verkefnið okkar.
1. Hvorn telur þú hafa staðið sig betur sem leiðtogi, Hitler eða Stalín?
Ég tel í stuttu máli sagt að báðir þessir leiðtogar hafi verið þegnum sínum og öllum heiminum til mikillar bölvunar hvor með sínum hætti. Frammistaða beggja var hörmuleg hvort sem litið er á málin frá siðferðilegu sjónarmiði eða út frá afleiðingunum af gjörðum þeirra og stjórnarstefnu. En sé nú farið í mannjöfnuð óháð þessum grundvallaratriðum og aðeins spurt um árangur í valdatafli, þá stóð Stalín sig mörgum sinnum betur en Hitler því að hann sigraðist á þýska einræðisherranum, efldi mjög sitt eigið ríki og hélt einræðisvöldum til dauðadags bæði í Rússaveldi og heimsshreyfingu kommúnista.
2. Hvað telur þú hafa verið helsti munurinn á þeim sem leiðtogi?
Helsti munurinn var sá að Stalín hafði öðrum þræði til að bera miklu meiri slægð og stjórnkænsku heldur en Hitler og mun meiri þolinmæði og úthald við að ná fram markmiðum sínum með öllum meðölum. Hitler hafði hins vegar í vissum skilningi náðargáfu (charisma), sem Stalín hafði ekki. Hann gat fylkt fólki um sig og tryllt að lokum stóran hluta þýsku þjóðarinnar. En Hitler lá reiðinnar býsn á að ná aðalmarkmiði sínu, þ.e. vinna Þjóðverjum ,,lífsrými“ í austri og forræði yfir allri Evrópu og það varð honum að falli.
3. Eru til áreiðanlegar heimildir að Hitler hafi framið sjálfsmorð?
Já, þær eru vissulega til. Í fyrsta lagi niðurstöður af rannsóknum, sem öryggislið sovéthersins stóð fyrir á líkamsleifum þeirra Hitlers og konu hans, Evu Braun, og í öðru lagi traustir vitnisburðir um sjálfsvíg þeirra hjóna, einkum frá mönnum úr starfsliði Hitlers. Niðurstöður af krufningum öryggisliðsins birtust fyrst í bók sovéska blaðamannsins Lev Bezymensky The Death of Adolf Hitler 1968. Það hefur hins vegar valdið nokkrum ruglingi að fyrir nokkrum árum kom í ljós að hauskúpa, sem sovéska leynilögreglan hafði geymt og taldi vera af Hitler, reyndist vera af óþekktri konu. En þetta skiptir í raun engu fyrir niðurstöðuna, því að 1945 höfðu menn undir höndum réttar líkamsleifar, sem síðar fóru á flakk. Stalín sá sér hins vegar hag því að segja ekki frá því að leifarnar hefðu fundist heldur reyna að ala á því að Hitler hefði komist undan og væri í skjóli vesturveldanna. Þetta ýtti lengi undir alls kyns rugling og falskenningar.
4. Áttu þeir erfiða æsku?
Báðir áttu þeir Hitler og Stalín um margt erfiða æsku og sættu báðir ofbeldi af hendi föður. Faðir Stalíns var drykkjusjúklingur en pabbi Hitlers var afar strangur og vildi aga son sinn og beina honum inn á ,,rétta braut“ með því að berja hann. Sumir telja að heimilisofbeldið hafi skaðað þá báða varanlega og fyrir því hafa sálfræðingar og aðrir fært ágæt rök. Þeir áttu það hins vegar sameiginlegt að eiga mæður, sem voru þeim kærar og sýndu þeim ást og umhyggju. Hafði æska þeirra áhrif á þá? (Sem leiðtogi). Sjá svar að ofan.
5. Var stefna þeirra lík í stíðinu?
Ég er ekki alveg viss um hvað átt er við með ,,stefnu“ í stríðinu. Ef átt er við markmið þá stefndu báðir að því að stækka ríki sín af löndum og efla völd þeirra pólitískt, hernaðarlega og efnahagslega. Hitler stefndi opinberlega að því að Þýskaland drottnaði yfir Evrópu og hann íjaði að því að Þjóðverjar ættu að vinna að heimsyfirráðum í kjölfar þess. Stalín lýsti slíku aldrei opinberlega yfir og enn er deilt um endanleg markmið hans. Sumir fræðimenn telja að þau hafi í raun ekki verið ósvipuð markmiðum Hitlers (en sveipuð í hugmyndafræðilegan búning, þ.e. heimsyfirráð ,,verkalýðsins“ – kommúnista), en aðrir álíta að markmið hans hafi verið þrengri, þ.e. að tryggja stórveldastöðu Sovétríkjanna. Því miður eru ýmsar af mikilvægustu heimildum um Stalín og markmið hans enn lokuð í safni í Kreml, á meðan öll gögn, sem varðveist hafa um Hitler, galopin fræðimönnum.
6-7. Af hverju eru verkin hans Hitlers frægari en verkin hans Stalíns? Af hverju er Rússar stoltir af Stalín en Þjóðverjar skammast sín fyrir Hitler?
Hér þarf að gá að því að Hitler beið ósigur í styrjöldinni og ríki hans hrundi til grunna. Í kjölfarið voru glæpir Hitlers rækilega afhjúpaðir og það fór fram allsherjaruppgjör við nasismann og afleiðingar af stefnunni innan Þýskalands sem utan. Þjóðverjar sjálfir hafa gengið lengst allra í þessum efnum á síðustu áratugum. Nasistaflokkurinn er bannaður í Þýskalandi, en í Rússaveldi er kommúnistaflokkurinn annar aðalstjórnmálaflokkurinn – næst flokki Pútíns, þar sem gamlir kommúnistar eða velunnarar þeirra ráða einnig lögum og lofum. Nú sundruðust Sovétríkin að lokum og glötuðu yfirráðum sínum yfir þeim löndum, sem Stalín náði tökum á í styrjöldinni, einkum vegna þess að hagkerfi kommúnismans var dauðadæmt. Í Rússaveldi fór síðan fram valdabarátta sem endaði með því að gamla yfirráðastétt kommúnista í Sovétríkjunum – eða tiltekinn hluti hennar - hélt þar völdum með leynilögregluforingja í fararbroddi, enda var leynilögreglan eitt sterkasta aflið í sovésku samfélagi. Á fyrstu árum eftir hrun ríkisins 1991 reyndu frjálslynd öfl að efna til svipaðs uppgjörs við kommúnismann og glæpi Leníns og Stalíns og fram fór í Þýskalandi og um heim allan eftir hrun Þriðja ríkisins 1945. En lítið varð úr þessu uppgjöri eftir að gömlu valdaklíkurnar náðu aftur yfirráðum í Kreml og tóku aftur að stjórna öflugustu fjölmiðlum landsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að á tíunda áratugnum fordæmdu, ef ég man rétt, um 40% Rússa glæpaverk Stalíns. Nýjar kannanir á þessu ári hafa hins vegar sýnt að um 45% Rússa telur að fórnirnar sem færðar voru í valdatíð Stalíns (þ.e. vegna fjöldamorða hans, þrælahalds, mannskæðrar samyrkjuvæðingar og iðnvæðingar) hafi verið að öllu eða einhverju leyti réttlætanlegar vegna háleitra markmiða sovétstjórnarinnar. Þetta virðist vera árangurinn af áralangri og markvissri innrætingu í rússneskum fjölmiðlum og kennslubókum í skólum Rússlands. Maður gæti ímyndað sér, að væri það svo að Þýskalandi væri stjórnað af arftökum Hitlers og SS-liðsins, og þeir beittu sér með svipuðum hætti við að hafa áhrif á almenningsálitið, yrði niðurstaðan svipuð Hitler og nasismanum í vil. Vladimir Pútín hefur lýst yfir því að hann telji hrun Sovétríkjanna eitt mesta slys mannkynssögunnar og hann stefnir leynt og ljóst að því að endurreisa þau í einhverri mynd með öllum tiltækum ráðum, sbr. íhlutun hans í Úkraníu og ógnanir við Eystrasaltsríkin.
8. Tóku þeir Hitler og Stalín alltaf réttar ákverðarnir?
Nei, langt frá því. Aðalákvarðanir þeirra voru eins og ég nefndi í upphafi þegnum þeirra og veröldinni allri til augljósrar bölvunar, en þótt aðeins sé miðað við þeirra eigin markmið og valdabaráttu, tóku þeir margar rangar ákvarðanir. Dæmi: Ákvörðun Hitlers um innrás í Sovétríkin 1941 var feigðarflan, sem varð honum að lokum að falli. Ákvörðun Stalíns um að láta myrða eða hneppa meirihluta allra æðstu herforingja Sovétríkjanna í þrælabúðir varð Sovétríkjunum afar dýrkeypt. Sama er að segja um griðasáttmála hans við Hitler, sáttmálinn skaðaði Sovétríkin sjálf að lokum. 11. Það er talið að Stalín var mjög stressaður maður, hafði það áhrif á ákvarðinar hans? Stalín var maður, sem vissulega vann undir miklu álagi (fékk m.a. útrás í áfengisdrykkju), en það sem virðist öðru fremur hafa spillt geðheilsu hans, mótað ákvarðanir hans og ýtt undir fjöldamorð hans og önnur glæpaverk, var vænisýki, eða ofsóknarbrjálæði.
9. Hvorn telur þú hafa verið valdameiri?
Stalín var í raun mun valdameiri en Hitler vegna þess að alræðisvald sovéska kommúnistaflokksins var miklu öflugra heldur en einræði Nasistaflokksins þýska. Vald kommúnista náði yfir öll svið sovésks þjóðlífs, en í Þýskalandi voru til stofnanir og öflugir einstaklingar, sem nasistar náðu aldrei fullum tökum á. Innlandsstjórn Hitlers einkenndist satt að segja af mikilli óreiðu og hver höndin var upp á móti annarri í Nasistaflokknum. Hitler lét sér það vel líka, því að það hjálpaði honum við að ráða því sem hann vildi ráða.
10. Hvorn telur þú hafa verið áhrifa meiri Hitler eða Stalin?
Áhrif þeirra eru enn að koma fram. Það má þó halda því fram að hitler hafi verið áhrifa meiri vegna þess að það var hann sem hrundi af stað seinni heimsstyrjöldinni. Heimurinn er enn að vinna úr seinni heimsstyrjöldinni, og í þeim skilningi má segja að Hitler hafi verið áhrifa meiri en Stalin. Nasistmi skaut sér aldrei rótum í, öðrum löndum, sama magni og í Þýskalandi. Aftur á móti var kommúnistmi heimsfrægur og átti sér mikla og valdamikla stuðningsmenn utan Sovétríkjanna
11. Af hverju vildi Hitler útrýma gyðingum en ekki eitthverjum öðrum þjóðernishópum?
Það kemur fram í bók Hitlers mein kampf skoðun hans á gyðingum. Skoðun Hitlers á gyðingum var sú að gyðingar væri einskonar snýkjudýr mannkynsins. Fannst honum þeir vera ómenni og hafa í sögunnar rás alltaf verið til bölvunnar, fæddir til að gera skaða. Það væri barátta í heiminum milli germanna, skapandi, fagurt og gott, og þessa illa kynstofn, gyðingar. Þessi barátta átti eftir að marka örlög heimsins, ef gyðingar yrðu ofan á biði mannkyninu ekkert nema heimsendir. Þess vegna væri nauðsynlegt að uppræta og eyða þessum kynstofni ef germanir ættu að eiga sér framtíð. Hitler kallaði ítök gyðinga í viðskiptaheiminum og stjórnmálum alþjóðlega samsæri gyðinga, og notaði það til að réttlæta útrýmingu gyðinga. Nokkru fyrir heimstyrjöldina hélt Hitler ræðu þar sem hann hótaði að útrýma gyðingum. Fólk tók ekki endilega mark á honum þá en hann meinti það sem hann sagði.
12. Af hverju er Hilter þekktari en Stalin?
Við fall nasistaflokksins í seinni heimsstyrjöldinni komu í ljós allir glæpir þeirra og Hitlers. Við afhjúpun á gjörðum Hitlers varð til mun meira efni og umræða um Hitler en Stalin. Við fall kommúnistans, árið 1991, voru glæpir þeirra og Stalins upplýstir en ekki jafn opinberaðir og glæpir nasistaflokksins og Hitlers. Einnig hafa fjölmiðlar og bíómyndir mikil áhrif á skoðanir fólks. Þar sem gyðingar hafa mikil ítök í Hollywood eru framleiddar mun fleiri bíómyndir um glæpi nasista og Hitlers á gyðingum. Vegna þess að þeir sjá ekki hag í því að fjalla mikið um Stalin og kommúnista því þá gæti fallið skuggi á glæpi gegn gyðingum. En hafa verður í huga að þetta er kenning en ekki staðreynd.