top of page

     Seinni heimsstyrjöldin, mannskæðasta styrjöld sögunnar, hófst í Evrópu en barst svo út til annarra heimsálfa. Um 62 milljónir mans eða um 2.5% alls mannkyns á þeim tíma. Tvö bandalög háðu stríðið í Evrópu bandamenn og Öxulveldin. Öxulveldin, einnig kölluð möndulveldin, voru Ítalía, Japan og Þýskaland. Til bandamanna teljast aðallega Bretland, Frakkland, Sovétríkin, Kína og Bandaríkin en fleiri þjóðir voru einnig hluti af bandalaginu. Aðalega var barist í Evrópu og austur - Asíu og á Kyrrahafi. Við innrás Þjóðverja á Pólland 1. september 1939 lýsti Bretland og Frakkland stríði á hendur Þjóðverja aðeins tveimur dögum síðar. Stríðið barst til norður - Ameríku og út á Atlantshaf. Asia flæktist inn í stríðið þegar Japanir réðust á Perluhöfn á Hawaii og sprengdu upp allan flota Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn drógust inn í stríðið í Asíu og Evrópu.

     Við uppgjöf Þjóðverja 8. maí 1945 lauk stríðinu í Evrópu. Bandaríkjamenn vörpuðu tveimur kjarnorkusprengjum á Hiroshima 6. ágúst og Nagasaki 9. ágúst 1945 og við það gáfust Japanir upp 2. september 1945. Stríðið mikil áhrif á valdajafnvægi og eftir stríðið urði til tvö stórveldi Sovétríkin og Bandaríkin. Evrópa var í molum og jafnvel sigurvegarnir sátu eftir með háar skuldir eftir heimsstyrjöldina. Heimsvaldastefna Evrópuríkja leið undir lok eftir seinni heimsstyrjöldina. Fleiri þjóðir sérstaklega Afríkuþjóðir fengu sjálfstæði.

    

     Bandaríkin og Sovétríkin hófu kalda stríðið. Stríð þar sem keppst var um völd og áhrif. Bandaríkin og Sovétríkin fóru aldrei í stríð við hvort annað heldur var barist um völd, auðæfi og áhrif á heiminn. Ef þjóðir deildu studdu Bandaríkin og Sovétríkinn sitt hvorn aðilann. Litlu munaði að kjarnorkustríð myndi hefjast milli strórveldanna. Undir lok kalda stríðsins, árið 1991, var haldinn fundur í Höfða þar sem Mikhail Gorbatesjev og Ronald Reagan funduðu. Á fundinn mættu einnig Jón Baldvin Hannibalsson þá verandi utanríkisráðherra og Davíð Oddsson, þá verandi forsætisráðherra.

Kalda stríðið

bottom of page