Heimsstyrjöldin

Adolf Hitler
Adolf Hitler (20. apríl 1889 - 30 apríl 1945) var “foringi og kanslari” Þýskalands frá 1933 - 1945. Hitler fæddist í Braunau í Austurríki-Ungverjalandi, nálægt þýsku landamærunum. Hann var fjórði í röð sex barna Alois Hitler og konu hans, Klöru. Sem ungur maður reyndi Hitler að komast inn í listaháskólann í Vín, en var hafnað vegna þess að hann hafði ekki lokið grunnskóla. Hitler barðist á vesturvígstöðvunum fyrir Þjóðverja, sem sjálfboðaliði í bæverska hernum, í fyrri heimsstyrjöldin. Hann var fluttur á herspítala þann 15. október 1918 eftir að hafa særst í gasáráras. Við ósigur Þjóðverja flutti Hitler til München í Bæjaralandi og gekk í stjórnmálaflokk sem seinna varð Nasistaflokkurinn.
Hitler barðist á vesturvígstöðvunum fyrir Þjóðverja, sem sjálfboðaliði í bæverska hernum, í fyrri heimsstyrjöldin. Hann var fluttur á herspítala þann 15. október 1918 eftir að hafa særst í gasáráras. Við ósigur Þjóðverja flutti Hitler til München í Bæjaralandi og gekk í stjórnmálaflokk sem seinna varð Nasistaflokkurinn, varð formaður flokksins árið 1921 og leiddi flokkinn allt til æviloka. Árið 1923 tók Hitler þátt í bjórkjallarauppreisninni, misheppnaðri valdaránstilraun í München. Hann var tekinn fastur í kjölfarið og skrifaði Mein Kampf í fangelsinu.
Hindenburg, forseti Þýskalands útnefndi Hitler kanslara árið 1923. Við fráfall hindenburg ári seinna tók Hitler sér foringja og kanslara titil og var nú einræðisherra yfir Þýskalandi.
Nasismi er í raun heiti yfir það afbrigði fasismans sem Adolf Hitler og fylgjendur hans sköpuðu í Þýskalandi á 4. og 5. áratug 20. aldar. Nasismi er yfirleitt eingöngu notað yfir stefnu Þjóðverja um miðja 20. öld en svokallaður „nýnasismi“ hefur sprottið upp víðar og síðar, með sambærilega áherslu á þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og kynbótastefnu í gegnum sterkt, sameinað þjóðríki.
Í Þýskalandi komst Nasistaflokkurinn og leiðtogi hans, Adolf Hitler til valda árið 1933. Nasistar náðu fylgi með loforðum um að gera Þýskaland að stórveldi á nýjan leik. Áætlun Hitlers var að gera opinberar framkvæmdir til að skapa atvinnu, hergagnaframleiðsla var stóraukin og tekið var til við að byggja upp herinn. Hann tók sér alræðisvald yfir þjóðinni, bannaði stjórnmálaflokka aðra en Nasistaflokkinn, kom fót leynilögreglu og lét ofsækja minnihlutahópa, einkum gyðinga. Hitler stefndi einnig að því að ná aftur undir sig þeim löndum sem Þjóðverjar höfðu misst í fyrri heimsstyrjöldinni. Meðal þeirra var Saarhéraðið sem hann tók árið 1935 og Rínarlönd sem hann náði 1936. Árið 1938 sendi Hitler skriðdreka til Vínarborgar til að fá Austurríkismenn til bandalags við Þjóðverja auk þess sem hann hótaði að taka Súdetahéruðin af Tékkóslóvakíu. Árið 1939 hófs seinni heimsstyrjöldin, með innrás Þjóðverja með Hitler við stjórn. Seinni heimsstyrjöldinni endaði með tapi Þjóðverja sex árum seinna, í neðanjarðarbyrgi í Berlín framdi Hitler sjálfsmorð þegar rauði herinn hafði því sem næst alla Berlín í sínu valdi.
Nasismi er í raun heiti yfir það afbrigði fasismans sem Adolf Hitler og fylgjendur hans sköpuðu í Þýskalandi á 4. og 5. áratug 20. aldar. Nasismi er yfirleitt eingöngu notað yfir stefnu Þjóðverja um miðja 20. öld en svokallaður „nýnasismi“ hefur sprottið upp víðar og síðar, með sambærilega áherslu á þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og kynbótastefnu í gegnum sterkt, sameinað þjóðríki.