Heimsstyrjöldin

Joseph Stalín
Joseph Stalin (18 desember 1878 - 5 mars) var leiðtogi Sovétríkjanna frá árunum 1929 til 1953. Hann breytti nafni sínu frá Joseph Vissarionovitjs Dsjugasjvili í Joshep Stalin. Árið 1912 merkti það “Stálmaðurinn” eða “úr stáli”. Faðir Stalins Vissarion Dsjugasjvili vonaðist til að Stalin fetaði í hans spor sem skósmiður. Ekaterína móðir hans vonaðist til að hann yrði prestur. Faðir stalíns barði hann og móður hans og var mjög drykkfeldur. Stalín byrjaði í grunnskóla en þegar faðir hans dó flutti hann og móðir hans höfuðborgar Gerorgíu, Tíblísi. Þar hóf hann nám við prestaskóla. Móðir hans kallaði Stalín oft Soso, hún sagði að Soso hafi alltaf verið góður strákur. Stalín varð virt skáld, undir nafninu Soso, en þó löngu áður en hann komst til valda.
Þegar upp komst að Stalin var meðlimur sósíaldemókrataflokk Rússlands, var hann rekinn úr prestaskólanum. En sá flokkur var bannaður af keisarastjórninni. Stalin fór að vinna ýmisskonar áróðursstarfsemi fyrir sósíademókrataflokkinn og skipulagði verkföll. Hann hélt áfram að koma byltingu á laggirnar og var margsinnis tekinn fastur af lögreglunni fyrir að halda “fjáröflun” ræna banka. Stalin var kjörinn aðalritari kommúnistaflokks Sovétríkjanna árið 1922. Þegar Lénín féll frá hófst mikil valdabarátta í flokknum um völd. Trotskí aðal fjandmaður Stalín í valdabaráttunni og stuðningsmenn hans reknir úr flokknum árið 1927. Stalin varð valdamesti maður Sovétríkjanna eftir sigur hans á Trotski í innanflokksátökunum. Stalín áttaði sig á að ef Sovétríkin ættu að eiga framtíð þyrftu þau að iðnvæðast, og það hratt. Fyrsta fimm ára áætlunin kom fram árið 1928. Stalin var miskunnarlaus, gagnvart óvinum sínum og öllum sem hann taldi mótfallnir honum og skoðunum hans, og sendi þá í Gúlag, fangabúðir. Milljónir manna, yfirmenn hersins og jafnvel heilar þjóðir lentu í Gúlaginu. Þessar “hreinsanir” höfðu slæmar afleiðingar við innrás Þjóðverja árið 1941, vegna þess hve veik stjórn hersins var orðin.
Júní 1941 sviku Þjóðverjar samninginn um að ráðast ekki á hvorn annann. Sovétmenn kölluðu stríðið “föðurlandsstyrjöldina miklu“. Stalin hafði búist við að Þjóðverjar myndu ráðast á Sovétríkin en þó ekki árið 1941. Þeir voru illa undirbúnir bæði iðnaðarlega og hernaðarlega. Þjóðverjar unnu mikla sigra í byrjun en svo með Stalin í fararbroddi sem yfirmaður herafla yfirbuguðu Sovétríkin Þjóðverja að lokum. Tími frá lokum seinni heymsstyrjaldar fram að dauðadags Stalins var að miklu leyti upphaf kalda stríðsins.
Stalin lést 5. mars 1953. Lík hans liggur í grafhýsi við hlið grafhýsi Lenins. Í fyrstu var hann hylltur sem hetja en í leynilegri ræðu á flokkþingi kommúnistaflokksins fordæmdi Krutsjoff Stalin og stefna flokksins gagnvart Stalin breytist. Eftir ræðuna fordæmdi flokkurinn Stalin sem harðstjóra.